Beckham sárnar hvernig fólk lítur á ferilinn hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 12:31 David Beckham í búningsklefanum á gamla Wembley eftir að Manchester United vann Newcastle United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar vorið 1999. getty/John Peters David Beckham viðurkennir að honum sárni að fólk líti frekar á hann sem stjörnu en fótboltamann. Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira