Íslenska ofurfólkið sem keppir á HM í bakgarðshlaupi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2024 08:31 Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska, Andri Guðmundsson og Mari Järsk eru í íslenska liðinu sem keppir á HM liða í bakgarðshlaupi. Á laugardaginn fer heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum fram um víða veröld. Ísland sendir vaska sveit til leiks. Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma. Hún hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið verður í Elliðaárdalnum og brautin er reglum samkvæmt 6,706 km löng. Markmið liðanna er að hlaupa flesta samanlagða fjölda hringa á meðan keppninni stendur. Númer hvers keppenda fer eftir árangri þeirra og þau berjast einnig um að vinna sinn númeraflokk. Þegar einungis einn keppandi er eftir í íslenska liðinu og hefur lokið einum hring einn lýkur keppninni á Íslandi. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum. Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024. En hvaða ofurfólk er þetta sem keppir fyrir Íslands hönd á HM? Hér á eftir má lesa stutta kynningu á keppendunum. #1 Mari Järsk Mari er 36 ára frá Íslandi og hefur búið á Íslandi síðan 2005. Hún starfar í markaðsmálum fyrir Sportvörur. Mari hefur unnið Bakgarðshlaupið í þrígang og á Íslandsmetið í því, 57 hringi. #2 Elísa Kristinsdóttir Elísa er 29 ára frá Neskaupsstað en er búsett í Reykjavík. Hún á þriggja ára son. Elísa byrjaði að hlaupa í fyrra en hefur þrátt fyrir það náð eftirtektarverðum árangri. Hann hefur mest hlaupið 56 hringi sem hún náði í Bakgarðshlaupinu í vor. #3 Andri Guðmundsson Andri er 42 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og starfar hjá VAXA. Hann hefur hlaupið síðan 2016 og að minnsta kosti eitt ultra maraþon á hverju ári síðan þá. Andri á best 52 hringi í bakgarðshlaupi. #4 Þorleifur Þorleifsson Þorleifur er 45 ára, þriggja barna faðir sem starfar hjá Marel. Hann byrjaði að hlaupa 2009. Þorleifur vann fyrsta Bakgarðshlaupið 2020 og varð hlutskarpastur Íslendinga á HM fyrir tveimur árum. Hann keppti fyrir Íslands á HM einstaklinga í fyrra. Metið hans Þorleifs í bakgarðshlaupi eru fimmtíu hringir. #5 Marlena Radziszewska Marlena er 33 ára frá Póllandi og starfar hjá Icelandair. Hún hefur hlaupið í lengri tíma og síðustu fimm ár hafa ofur hlaup átt hug hennar allan. Hún vann Bakgarðshlaupið í haust og í fyrra. Marlena kláraði 38 hringi í bæði skiptin. #6 Flóki Halldórsson Flóki er fimmtugur starfsmaður Seðlabankans. Hann er aldursforsetinn í íslenska liðinu. Flóki ætlar að bæta metið sitt sem er 36 hringir. #7 Guðjón Ingi Sigurðsson Guðjón er 46 ára Skagamaður. Hann vann Bakgarð 101 2023 þegar hann hljóp 31 hring sem er metið hans. #8 Kristinn Gunnar Kristinsson Kristinn er 37 ára, tveggja barna faðir frá Kópavogi sem starfar flugfjarskiptamaður. Hann byrjaði að hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Besti árangur hans í bakgarðshlaupi eru þrjátíu hringir. Kristinn Gunnar Kristinsson hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup 2020. #9 Sif Sumarliðadóttir Sif er 49 ára, tveggja barna móðir frá Selfossi sem starfar hjá Landsspítalanum. Í Bakgarðshlaupinu vorið 2024 hljóp hún þrjátíu hringi sem er metið hennar. #10 Margrét Th. Jónsdóttir Margrét er 41 árs, þriggja drengja móðir sem er framkvæmdastjóri Perlunnar. Hún hefur verið á fullu í hlaupum undanfarin fimm ár. #11 Friðrik Benediktsson Friðrik er 41 árs Eyjamaður sem vinnur í málmsteypusmiðju og sem slökkviliðsmaður. Hann byrjaði að hlaupa fyrir sex árum og besti árangur hans er 27 hringir. #12 Hildur Guðný Káradóttir Hildur er 37 ára frá Hafnarfirði. Hún starfar sem þrekþjálfari fyrir fótboltalið KR og kennir í Mjölni. Hún byrjaði að hlaupa 2017. Hildur Guðný Káradóttir sér til þess að fótboltalið KR séu í góðu formi. #13 Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir Margrét er 36 ára, tveggja barna móðir sem starfar sem svæfingarhjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum. Hún fékk hlaupabakteríuna 2019. #14 Rakel María Hjaltadóttir Rakel er 31 árs förðunarfræðingur hjá Stöð 2. Hlaupaferill hennar hófst 2018 þegar hún keppti í Hengli Ultra. Hún stefnir á að bæta metið sitt í bakgarðshlaupi sem er 24 hringir. #15 Jón Trausti Guðmundsson Jón er 34 ára frá Kópavogi og starfar hjá ISAVIA. Hann byrjaði að hlaupa 2016 og fjórum árum síðar kláraði hann sitt fyrsta bakgarðshlaup. Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma. Hún hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið verður í Elliðaárdalnum og brautin er reglum samkvæmt 6,706 km löng. Markmið liðanna er að hlaupa flesta samanlagða fjölda hringa á meðan keppninni stendur. Númer hvers keppenda fer eftir árangri þeirra og þau berjast einnig um að vinna sinn númeraflokk. Þegar einungis einn keppandi er eftir í íslenska liðinu og hefur lokið einum hring einn lýkur keppninni á Íslandi. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum. Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024. En hvaða ofurfólk er þetta sem keppir fyrir Íslands hönd á HM? Hér á eftir má lesa stutta kynningu á keppendunum. #1 Mari Järsk Mari er 36 ára frá Íslandi og hefur búið á Íslandi síðan 2005. Hún starfar í markaðsmálum fyrir Sportvörur. Mari hefur unnið Bakgarðshlaupið í þrígang og á Íslandsmetið í því, 57 hringi. #2 Elísa Kristinsdóttir Elísa er 29 ára frá Neskaupsstað en er búsett í Reykjavík. Hún á þriggja ára son. Elísa byrjaði að hlaupa í fyrra en hefur þrátt fyrir það náð eftirtektarverðum árangri. Hann hefur mest hlaupið 56 hringi sem hún náði í Bakgarðshlaupinu í vor. #3 Andri Guðmundsson Andri er 42 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og starfar hjá VAXA. Hann hefur hlaupið síðan 2016 og að minnsta kosti eitt ultra maraþon á hverju ári síðan þá. Andri á best 52 hringi í bakgarðshlaupi. #4 Þorleifur Þorleifsson Þorleifur er 45 ára, þriggja barna faðir sem starfar hjá Marel. Hann byrjaði að hlaupa 2009. Þorleifur vann fyrsta Bakgarðshlaupið 2020 og varð hlutskarpastur Íslendinga á HM fyrir tveimur árum. Hann keppti fyrir Íslands á HM einstaklinga í fyrra. Metið hans Þorleifs í bakgarðshlaupi eru fimmtíu hringir. #5 Marlena Radziszewska Marlena er 33 ára frá Póllandi og starfar hjá Icelandair. Hún hefur hlaupið í lengri tíma og síðustu fimm ár hafa ofur hlaup átt hug hennar allan. Hún vann Bakgarðshlaupið í haust og í fyrra. Marlena kláraði 38 hringi í bæði skiptin. #6 Flóki Halldórsson Flóki er fimmtugur starfsmaður Seðlabankans. Hann er aldursforsetinn í íslenska liðinu. Flóki ætlar að bæta metið sitt sem er 36 hringir. #7 Guðjón Ingi Sigurðsson Guðjón er 46 ára Skagamaður. Hann vann Bakgarð 101 2023 þegar hann hljóp 31 hring sem er metið hans. #8 Kristinn Gunnar Kristinsson Kristinn er 37 ára, tveggja barna faðir frá Kópavogi sem starfar flugfjarskiptamaður. Hann byrjaði að hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Besti árangur hans í bakgarðshlaupi eru þrjátíu hringir. Kristinn Gunnar Kristinsson hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup 2020. #9 Sif Sumarliðadóttir Sif er 49 ára, tveggja barna móðir frá Selfossi sem starfar hjá Landsspítalanum. Í Bakgarðshlaupinu vorið 2024 hljóp hún þrjátíu hringi sem er metið hennar. #10 Margrét Th. Jónsdóttir Margrét er 41 árs, þriggja drengja móðir sem er framkvæmdastjóri Perlunnar. Hún hefur verið á fullu í hlaupum undanfarin fimm ár. #11 Friðrik Benediktsson Friðrik er 41 árs Eyjamaður sem vinnur í málmsteypusmiðju og sem slökkviliðsmaður. Hann byrjaði að hlaupa fyrir sex árum og besti árangur hans er 27 hringir. #12 Hildur Guðný Káradóttir Hildur er 37 ára frá Hafnarfirði. Hún starfar sem þrekþjálfari fyrir fótboltalið KR og kennir í Mjölni. Hún byrjaði að hlaupa 2017. Hildur Guðný Káradóttir sér til þess að fótboltalið KR séu í góðu formi. #13 Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir Margrét er 36 ára, tveggja barna móðir sem starfar sem svæfingarhjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum. Hún fékk hlaupabakteríuna 2019. #14 Rakel María Hjaltadóttir Rakel er 31 árs förðunarfræðingur hjá Stöð 2. Hlaupaferill hennar hófst 2018 þegar hún keppti í Hengli Ultra. Hún stefnir á að bæta metið sitt í bakgarðshlaupi sem er 24 hringir. #15 Jón Trausti Guðmundsson Jón er 34 ára frá Kópavogi og starfar hjá ISAVIA. Hann byrjaði að hlaupa 2016 og fjórum árum síðar kláraði hann sitt fyrsta bakgarðshlaup.
Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira