Innlent

Hætt hjá SFS og til liðs við Mið­flokkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Laufey Rún Ketilsdóttir aðstoðaði Sigríði Andersen Sjálfstæðisflokki þegar hún fór með embætti dómsmálaráðherra árið 2017.
Laufey Rún Ketilsdóttir aðstoðaði Sigríði Andersen Sjálfstæðisflokki þegar hún fór með embætti dómsmálaráðherra árið 2017. SFS

Laufey Rún Ketilsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur gengið til liðs við Miðflokkinn.

Þetta staðfestir Laufey í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa hætt hjá SFS í byrjun mánaðar og hafið störf hjá Miðflokknum sem verkefnastjóri þar sem hún mun aðstoða flokkinn í tengslum við kosningabaráttuna framundan.

Laufey er lögfræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík (MA) og Háskóla Íslands (BA). Hún starfaði sem aðstoðarmaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra frá 2017 og síðar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019.

Áður en hún hóf störf sem aðstoðarmaður ráðherra starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2014. Hún var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2015 til 2017 og sat í stjórn sambandsins um árabil.

Sambýlismaður Laufeyjar er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×