Sagðir hafa fundið um 1.500 skilaboð milli Þorsteins og Jóhannesar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 08:05 Þorsteinn Már Baldvinsson og Jóhannes Stefánsson. Héraðssaksóknara hefur tekist að endurheimta um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið. Samherjaskjölin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið.
Samherjaskjölin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira