„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 14:21 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ Þetta segir Þorsteinn Már í opnu bréfi til starfsfólks Samherja, sem ritað er í tilefni af umfjöllun í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í morgun. Þar segir meðal annars að lögreglumenn á vegum Héraðssaksóknara hafi endurheimt um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þorsteinn Már segir að í umfjölluninni sé því haldið fram að upplýsingar varpi nýju ljósi á málsatvik. „Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.“ Spennitreyja réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már segir að sér þyki mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár, án tilefnis. Það er svipuð staða og hópur blaðamanna mátti þola í fjölda ára vegna annars anga sama máls. Rannsókn á hendur þeim var þó látin niður falla nýverið. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir virðist mega reikna með að þannig verði það áfram. Þá sé útlit fyrir að ekkert tillit verði tekið til þess mikla álags sem slík réttarstaða hafi fyrir heiðarlegt og samviskusamt fólk og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt að rannsóknin raski ekki vinnufriðnum Þorsteinn Már ítrekar að Samherji muni verjast ásökunum af fullum þunga en málið verði ekki rekið í fjölmiðlum. „Aðalatriðið er að þið látið ekki þessa umfjöllun raska vinnufriðnum og haldið áfram ykkar góðu verkum. Vikan sem er að líða gekk vel, tíðarfarið hefur verið gott, skipin fiska vel, vinnslurnar eru öflugar að vanda og þá borðaði fiskurinn vel í eldinu.“ Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Þetta segir Þorsteinn Már í opnu bréfi til starfsfólks Samherja, sem ritað er í tilefni af umfjöllun í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í morgun. Þar segir meðal annars að lögreglumenn á vegum Héraðssaksóknara hafi endurheimt um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þorsteinn Már segir að í umfjölluninni sé því haldið fram að upplýsingar varpi nýju ljósi á málsatvik. „Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.“ Spennitreyja réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már segir að sér þyki mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár, án tilefnis. Það er svipuð staða og hópur blaðamanna mátti þola í fjölda ára vegna annars anga sama máls. Rannsókn á hendur þeim var þó látin niður falla nýverið. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir virðist mega reikna með að þannig verði það áfram. Þá sé útlit fyrir að ekkert tillit verði tekið til þess mikla álags sem slík réttarstaða hafi fyrir heiðarlegt og samviskusamt fólk og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt að rannsóknin raski ekki vinnufriðnum Þorsteinn Már ítrekar að Samherji muni verjast ásökunum af fullum þunga en málið verði ekki rekið í fjölmiðlum. „Aðalatriðið er að þið látið ekki þessa umfjöllun raska vinnufriðnum og haldið áfram ykkar góðu verkum. Vikan sem er að líða gekk vel, tíðarfarið hefur verið gott, skipin fiska vel, vinnslurnar eru öflugar að vanda og þá borðaði fiskurinn vel í eldinu.“
Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12