Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:32 Margir stórkostlegir körfuboltamenn hafa komið til Íslands frá Bandaríkjunum í gegnum árin. Stöð 2/Kaninn Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. Þættirnir segja sögu bandarískra körfuboltamanna sem leikið hafa hér á landi allt frá því að þeir fyrstu komu hingað til lands um miðbik áttunda áratugsins. Síðan þá hafa um 1000 Kanar, karlar og konur, leikið í styttri og lengri tíma með íslenskum félagsliðum. Stikluna má sjá hér að neðan. „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni,“ segir Danny Shouse, einn af viðmælendum í þáttunum, sem varð Íslandsmeistari með Njarðvík í byrjun níunda áratugarins. „Á þessum tíma voru útlendingar ekki oft til sýnis hér á götum á Íslandi,“ segir Einar Bollason en þættirnir endurspegla einmitt stórkostlegar breytingar á íslensku samfélagi, tíðaranda og stemmningu, allt frá ævintýralegum upphafsárum þegar karfan var enn að slíta barnsskónum hér á landi til dagsins í dag. Að þáttunum standa þeir Jóhann Alfreð Kristinsson, Andri Ólafsson og Hrafn Jónsson. Þeir heimsóttu nokkrar af goðsögnum efstu deildar, líkt og fyrrnefndan Shouse, Rondey Robinson og Frank Booker, sem settu mark sitt á íþróttina og samfélagið, og veltu upp spurningunni; hvernig er að fara úr því að spila fyrir þúsundir áhorfenda í háskólaboltanum vestanhafs í að halda áfram að elta drauminn á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi? Körfubolti Kaninn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Þættirnir segja sögu bandarískra körfuboltamanna sem leikið hafa hér á landi allt frá því að þeir fyrstu komu hingað til lands um miðbik áttunda áratugsins. Síðan þá hafa um 1000 Kanar, karlar og konur, leikið í styttri og lengri tíma með íslenskum félagsliðum. Stikluna má sjá hér að neðan. „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni,“ segir Danny Shouse, einn af viðmælendum í þáttunum, sem varð Íslandsmeistari með Njarðvík í byrjun níunda áratugarins. „Á þessum tíma voru útlendingar ekki oft til sýnis hér á götum á Íslandi,“ segir Einar Bollason en þættirnir endurspegla einmitt stórkostlegar breytingar á íslensku samfélagi, tíðaranda og stemmningu, allt frá ævintýralegum upphafsárum þegar karfan var enn að slíta barnsskónum hér á landi til dagsins í dag. Að þáttunum standa þeir Jóhann Alfreð Kristinsson, Andri Ólafsson og Hrafn Jónsson. Þeir heimsóttu nokkrar af goðsögnum efstu deildar, líkt og fyrrnefndan Shouse, Rondey Robinson og Frank Booker, sem settu mark sitt á íþróttina og samfélagið, og veltu upp spurningunni; hvernig er að fara úr því að spila fyrir þúsundir áhorfenda í háskólaboltanum vestanhafs í að halda áfram að elta drauminn á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi?
Körfubolti Kaninn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira