Yfirlýsing kennara eftir fund með borgarstjóra Andrea Sigurjónsdóttir, Eygló Friðriksdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Lilja Margrét Möller, Linda Ósk Sigurðardóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 20:32 Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum baðst borgarstjóri afsökunar á ummælum sínum um kennara og undirrituðum gafst tækifæri til að veita honum innsýn í kennarastarfið, jafnt í leik- og grunnskólum. Stórt verkefni er fram undan sem er að tryggja öllum börnum vel menntaða kennara en skólarnir standa nú frammi fyrir stöðugt vaxandi mönnunarvanda. Til að laða fólk í kennslu á ný þarf að setja menntamál á oddinn í Reykjavík og tala af virðingu um kennarastarfið. Einnig var bent á mikilvægi þess að kennurum stæðu til boða samkeppnishæf laun og því þyrfti að leysa kjaradeiluna sem fyrst. Starfsaðstæður kennara voru til umræðu, verkefnafjöldi á herðum kennara, hópastærðir og það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum skólanna en mikið er um rakaskemmdir og myglu í skólum borgarinnar sem hefur áhrif á heilsu starfsfólks og nemenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarstjóri sem æðsti yfirmaður kennara talaði ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og setti sig vel inn í þeirra mál. Á fundinum var lagt til að annar fundur yrði skipulagður með sömu fulltrúum að nokkrum vikum liðnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljum sjá Reykjavík í fararbroddi í menntamálum. Til þess þarf vel menntaða, sátta kennara. Virðingarfyllst, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur Lilja Margrét Möller varaformaður Kennarafélags Reykjavíkur Eygló Friðriksdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Þóranna Rósa Ólafsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Linda Ósk Sigurðardóttir formaður 1. deildar Félags leikskólakennara Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður 1. deildar Félags leikskólakennara Guðrún Gunnarsdóttir formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Jónína Einarsdóttir varaformaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Höfundar eru formenn og varaformenn félaga kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum baðst borgarstjóri afsökunar á ummælum sínum um kennara og undirrituðum gafst tækifæri til að veita honum innsýn í kennarastarfið, jafnt í leik- og grunnskólum. Stórt verkefni er fram undan sem er að tryggja öllum börnum vel menntaða kennara en skólarnir standa nú frammi fyrir stöðugt vaxandi mönnunarvanda. Til að laða fólk í kennslu á ný þarf að setja menntamál á oddinn í Reykjavík og tala af virðingu um kennarastarfið. Einnig var bent á mikilvægi þess að kennurum stæðu til boða samkeppnishæf laun og því þyrfti að leysa kjaradeiluna sem fyrst. Starfsaðstæður kennara voru til umræðu, verkefnafjöldi á herðum kennara, hópastærðir og það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum skólanna en mikið er um rakaskemmdir og myglu í skólum borgarinnar sem hefur áhrif á heilsu starfsfólks og nemenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarstjóri sem æðsti yfirmaður kennara talaði ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og setti sig vel inn í þeirra mál. Á fundinum var lagt til að annar fundur yrði skipulagður með sömu fulltrúum að nokkrum vikum liðnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljum sjá Reykjavík í fararbroddi í menntamálum. Til þess þarf vel menntaða, sátta kennara. Virðingarfyllst, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur Lilja Margrét Möller varaformaður Kennarafélags Reykjavíkur Eygló Friðriksdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Þóranna Rósa Ólafsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Linda Ósk Sigurðardóttir formaður 1. deildar Félags leikskólakennara Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður 1. deildar Félags leikskólakennara Guðrún Gunnarsdóttir formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Jónína Einarsdóttir varaformaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Höfundar eru formenn og varaformenn félaga kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar