Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:08 Þórdís Kolbrún, Sigmundur Davíð og Jakob Frímann búa á höfuðborgarsvæðinu og hafa öll gert í lengri tíma. Þau þiggja öll lögbundnar greiðslur ætlaðar landsbyggðarþingmönnum sem þurfa að sækja þing í Reykjavík. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira