Lýsir stjórnlausum rasisma: „Hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2024 20:18 Navid hóf störf sem leigubílstjóri fyrir um þremur árum siðan og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Hann segir breytingu hafa orðið þar á fyrir nokkrum mánuðum og nú séu svívirðingar og rasismi sem daglegt brauð. Aðsend/Samsett Leigubílstjóri, sem er innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir fólskulegri árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu í samfélaginu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann hræddur og kvíðinn fyrir hverja vakt. Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“ Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“
Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09