Juventus var á toppnum fyrir leikinn en þær náðu ekki að koma boltanum í markið framjá íslensku landsliðskonunni.
Cecilía Rán er á láni hjá Internazionale frá þýska liðinu Bayern München en hún er að koma sterk til baka eftir erfið meiðsli.
Cecilía hélt marki sínu hreinu í annað skiptið í fyrstu fimm leikjum sínum með Inter en hún átti einnig stórleik á móti gríðarlega sterku liði Roma í 1-1 jafntefli á dögunum.
Juventus er áfram á toppnum með nítján stig en Internazionale er í þriðja sætið með fimmtán stig.
Líkt og toppliðið þá hefur Internazionale ekki tapað leik í deildinni en er með fjóra sigri og þrjú jafntefli.