„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 19:08 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“ Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“
Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira