Áfall fyrir stórleikinn við Liverpool: „Ekki frábærar fréttir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 08:32 Riccardo Calafiori á vellinum í gær eftir að hafa meiðst. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir það vissulega „ekki frábærar fréttir“ að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hafi meiðst í hné í leiknum við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira