Ofríki andhverfunnar Erna Mist skrifar 23. október 2024 10:17 Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun