Ofríki andhverfunnar Erna Mist skrifar 23. október 2024 10:17 Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun