Ofríki andhverfunnar Erna Mist skrifar 23. október 2024 10:17 Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun