Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður og varaformaður flokksins leiðir listann og Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður annað sætið. Eva Dögg skipaði þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum og tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor.
Þuríður Backman, fyrrverandi þingmaður flokksins, skipar heiðurssæti listans.
Sjá má listann í heild sinni í spilaranum að neðan.
- 1. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, Kjós
- 2. Eva Dögg Davíðsdóttir, alþingismaður og sérfræðingur í sjálfbærni, Reykjavík
- 3. Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs og klínískur sálfræðingur, Kópavogi
- 4. Arnór Ingi Egilsson, háskólanemi, Hafnarfirði
- 5. Una Hildardóttir, háskólanemi og varaþingmaður, Mosfellsbæ
- 6. Fjölnir Sæmundsson, form. Landsambands lögreglumanna og varaform. BSRB, Hafnarfirði
- 7. Anna Sigríður Hafliðadóttir, form. kjörd.ráðs VGSV og ráðgj. í vef- og upplýsingamiðlun, Kópavogi
- 8. Finnbogi Örn Rúnarsson, nemi, Hafnarfirði
- 9. Bryndís Rós Morrison, nemi, Hafnarfirði
- 10. Anna Margrét Bjarnadóttir, leiðsögumaður, Mosfellsbæ
- 11. Ólafur Arason, forritari, Garðabæ
- 12. Védís Einarsdóttir, iðjuþjálfi, Kópavogi
- 13. Kristín Einarsdóttir, lífeindafræðingur, Kópavogi
- 14. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti VG í Hafnarfirði
- 15. Anna Þorsteinsdóttir, þjóðgarðsvörður, Mývatni
- 16. Þóra Elfa Björnsson, setjari og fyrrv. framhaldsskólakennari, Kópavogi
- 17. Ewelina Osmialowska, kennari, Reykjavík
- 18. Hlynur Þráinn Sigurjónsson, BSc í vélaverkfræði og sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs, Mosfellsbæ
- 19. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, flugumferðarstjóri, Mosfellsbæ
- 20. Árni Matthíasson, blaðamaður, Hafnarfirði
- 21. Ásta Valgerðardóttir, sálfræðingur , Seltjarnarnesi
- 22. Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður, Álftanesi
- 23. Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og kennari, Kópavogi
- 24. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi, Kjós
- 25. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi
- 26. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fyrrv. bæjarstjóri og kennari, Hafnarfirði
- 27. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og formaður verkefnisstjórnar “Gott að eldast”, Kópavogi
- 28. Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi þingmaður, Kópavogi