Óðinn og félagar í Kadetten Schaffhausen gerðu góða ferð til Frakklands og unnu fjögurra marka sigur á Limoges Handball, 27-31, í C-riðli Evrópudeildarinnar í gær.
Óðinn var markahæstur í liði Kadetten með átta mörk úr níu skotum. Eitt markanna var öðru laglegra.
Á 10. mínútu kastaði Spánverjinn Juan Castro Álvarez boltanum inn í vítateig Limoges. Óðinn stökk inn í teiginn, greip boltann og skoraði með skoti fyrir aftan bak, eins og hann gerir svo oft.
EHF valdi mark Óðins mark 3. umferðarinnar í Evrópudeildinni en fimm flottustu mörkin má sjá hér fyrir neðan.
Tuesday madness 😱🤯 #ehfel #elm #allin
— EHF European League (@ehfel_official) October 23, 2024
5️⃣ Milan Jovanovic 🔴⚪️
4️⃣ Florian Drosten 🔴⚫️
3️⃣ Elias Ellefsen á Skipagøtu ⚪️⚫️
2️⃣ Dominik Solak ⚫️🟢
1️⃣ Odinn Thor Rikhardsson ⚫️🟠@thw_handball @KarlKonan22 @mthandball pic.twitter.com/ys6lKxJ9Bd
Kadetten er í 2. sæti C-riðils með fjögur stig eftir þrjá leiki. Óðinn hefur skorað sautján mörk í fyrstu þremur leikjunum, eða 5,7 mörk að meðaltali í leik.
Á síðasta tímabili skoraði Óðinn 71 mark í Evrópudeildinni og var 9. markahæsti leikmaður hennar. Tímabilið þar á undan, 2022-23, var Óðinn markakóngur Evrópudeildarinnar með 110 mörk.