Alexandra afþakkar þriðja sætið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 17:52 Alexandra mun ekki þiggja þriðja sætið. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru. Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent