Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 22:31 Jose Mourinho stýrir nú liði Fenerbahce en mætir sínum gömlu félögum á morgun. Getty/Joris Verwijst Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, mætir sínu gamla félagi í Evrópudeildinni á morgun þegar Manchester United spilar við tyrkneska liðið. Mourinho var að sjálfsögðu spurður út í sitt gamla félag á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira