Frægir í framboð Reynir Böðvarsson skrifar 23. október 2024 21:32 Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun