Þau skipa efstu sætin á listum Lýðræðisflokksins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 09:01 Arnar Þór Jónsson leiðir lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona hans og jógakennari skipar annað sætið. Vísir/Einar Lýðræðisflokkurinn hefur kynnt þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira