Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2024 11:01 Miron Muslic fagnar sigri fyrr í keppninni. Cercle hefur vegnað vel í Evrópu en gengið brösuglega heima fyrir. Grzegorz Wajda/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn