Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2024 11:01 Miron Muslic fagnar sigri fyrr í keppninni. Cercle hefur vegnað vel í Evrópu en gengið brösuglega heima fyrir. Grzegorz Wajda/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira