Varaþingmaður hættur í flokknum og úthúðar Ásthildi Lóu Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 11:59 Georg Eiður Arnarson að háfa lunda, enda Eyjamaður. Mynd/Óskar P. Friðriksson Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann flokksins í kjördæminu, hafa sagst ekki hafa tíma fyrir kjördæmið og ekki efni á að kalla inn varaþingmann. Í pistli í Eyjafréttum segir hann sérstakt að vera ekki í kosningaslag núna eftir rúmlega 3 ár í Flokki fólksins. „Ástæða fyrir brotthvarfi mínu úr flokknum má rekja til nokkurra atburða sem áttu sér stað bæði fyrir síðustu kosningar sem og á kjörtímabilinu, en byrjum á síðustu kosningum.“ Hefði ekki tíma til að sinna kjördæminu Í pistli sínum rekur Georg Eiður samskipti sín við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann flokksins í Suðurkjördæmi, sem hann bendir á að eigi reyndar heima í Garðabæ. „Efir kosningarnar, þar sem Ásta Lóa var orðin þingmaður okkar sunnlendinga en er íbúi í Garðabæ, þá fór ég að senda reglulega á hana í skilaboðum alltaf þegar eitthvað var að gerast í kjördæminu, sem mér fannst að hún ætti að vita og þá hugsanlega koma á framfæri athugasemdum á þinginu, en eftir nokkra mánuði, þá hafði hún samband við mig og bannaði mér að senda svona efni á sig vegna þess, að hún hefði einfaldlega ekki tíma til að sinna einhverju öðru en því, sem hún var að sinna á Alþingi. Þetta pirraði mig alveg rosalega mikið, en já, ég leysti af í viku vorið 2022 og fékk mikið lof frá mínu fólki fyrir það sem ég talaði um þar. Í framhaldinu bjóst ég að sjálfsögðu við að frá frekari afleysingar veturinn þar á eftir, en aldrei kom símtalið.“ Hefði ekki efni á að kalla inn varaþingmann þrátt fyrir þrjár utanlandsferðir á ári Georg Eiður segir að fljótlega eftir áramót árið 2023 hafi vinur hans haft samband við hann og spurt hvers vegna hann væri ekki á þingi, í ljósi þess að Ásthildur Lóa væri í útlöndum. Hann hafi þá haft samband við Ásthildi Lóu og spurt hverju sætti að hann hefði ekki verið kallaður á þing. Hann hafi fengið loðin svör um að ferðalagið hafi verið óvænt og tími ekki gefist til að kalla inn varaþingmann. „En veturinn leið sem sagt án þess að ég fengi kallið og það var ekki fyrr en í lok júní sumarið 2023 sem Ásta Lóa kom og hitti mig niðri á bryggju, ekki til að heilsa uppá, heldur til að tilkynna mér það að loforðið sem hún gaf um afleysingar, væri loforð sem hún gæti ekki staðið við, vegna þess að hún hefði ekki efni á því. Mér fannst þetta mjög sérstakt í ljósi þess að hún fór a.m.k. 3 ferðir erlendis þetta árið.“ Þingmenn sjá um eigin lista Georg Eiður segir að hann hafi heyrt í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, á dögunum þegar ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Hún hafi tjáð honum að þingmenn í hverju kjördæmi myndu sjá um sína lista. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ég væri ekki að fara að fá annað sætið hjá Ástu Lóu og þegar hún hafði samband við mig um miðja síðustu viku, hafði ég undirbúið mig aðeins fyrir það símtal, m.a. með því að ræða við stuðningsmenn. Sumir sögðu að ég ætti að hætta strax, en aðrir að ég ætti að hætta ef hún byði mér neðar en annað sætið. Ég vildi hins vegar fá svör frá þingkonunni um þessi atriði sem ég hef nú þegar skrifað í þessari grein. Svörin komu mér ekki á óvart.“ Svör Ásthildar Lóu hafi verið á þá leið að hún myndi hvorki eftir því að hafa sagst ekki hafa tíma fyrir málefni Suðurkjördæmis né að hafa lofað Georgi Eiði fleiri innköllunum á þing. Svo hafi hún boðið honum fjórða sætið á lista. „Ég hafnaði því strax og í raun og veru, miðað við hvernig samtalið þróaðist, þá hefði ég heldur ekki tekið 2. sætið, enda kemur ekki til greina að fara í eitthvað framboð með manneskju sem maður treystir ekki og stendur ekki við það sem hún lofar. En í dag hef ég einnig sagt mig úr flokknum.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Heimta aukafund og „myndarlega“ vaxtalækkun Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár. 28. júní 2024 10:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í pistli í Eyjafréttum segir hann sérstakt að vera ekki í kosningaslag núna eftir rúmlega 3 ár í Flokki fólksins. „Ástæða fyrir brotthvarfi mínu úr flokknum má rekja til nokkurra atburða sem áttu sér stað bæði fyrir síðustu kosningar sem og á kjörtímabilinu, en byrjum á síðustu kosningum.“ Hefði ekki tíma til að sinna kjördæminu Í pistli sínum rekur Georg Eiður samskipti sín við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann flokksins í Suðurkjördæmi, sem hann bendir á að eigi reyndar heima í Garðabæ. „Efir kosningarnar, þar sem Ásta Lóa var orðin þingmaður okkar sunnlendinga en er íbúi í Garðabæ, þá fór ég að senda reglulega á hana í skilaboðum alltaf þegar eitthvað var að gerast í kjördæminu, sem mér fannst að hún ætti að vita og þá hugsanlega koma á framfæri athugasemdum á þinginu, en eftir nokkra mánuði, þá hafði hún samband við mig og bannaði mér að senda svona efni á sig vegna þess, að hún hefði einfaldlega ekki tíma til að sinna einhverju öðru en því, sem hún var að sinna á Alþingi. Þetta pirraði mig alveg rosalega mikið, en já, ég leysti af í viku vorið 2022 og fékk mikið lof frá mínu fólki fyrir það sem ég talaði um þar. Í framhaldinu bjóst ég að sjálfsögðu við að frá frekari afleysingar veturinn þar á eftir, en aldrei kom símtalið.“ Hefði ekki efni á að kalla inn varaþingmann þrátt fyrir þrjár utanlandsferðir á ári Georg Eiður segir að fljótlega eftir áramót árið 2023 hafi vinur hans haft samband við hann og spurt hvers vegna hann væri ekki á þingi, í ljósi þess að Ásthildur Lóa væri í útlöndum. Hann hafi þá haft samband við Ásthildi Lóu og spurt hverju sætti að hann hefði ekki verið kallaður á þing. Hann hafi fengið loðin svör um að ferðalagið hafi verið óvænt og tími ekki gefist til að kalla inn varaþingmann. „En veturinn leið sem sagt án þess að ég fengi kallið og það var ekki fyrr en í lok júní sumarið 2023 sem Ásta Lóa kom og hitti mig niðri á bryggju, ekki til að heilsa uppá, heldur til að tilkynna mér það að loforðið sem hún gaf um afleysingar, væri loforð sem hún gæti ekki staðið við, vegna þess að hún hefði ekki efni á því. Mér fannst þetta mjög sérstakt í ljósi þess að hún fór a.m.k. 3 ferðir erlendis þetta árið.“ Þingmenn sjá um eigin lista Georg Eiður segir að hann hafi heyrt í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, á dögunum þegar ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Hún hafi tjáð honum að þingmenn í hverju kjördæmi myndu sjá um sína lista. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ég væri ekki að fara að fá annað sætið hjá Ástu Lóu og þegar hún hafði samband við mig um miðja síðustu viku, hafði ég undirbúið mig aðeins fyrir það símtal, m.a. með því að ræða við stuðningsmenn. Sumir sögðu að ég ætti að hætta strax, en aðrir að ég ætti að hætta ef hún byði mér neðar en annað sætið. Ég vildi hins vegar fá svör frá þingkonunni um þessi atriði sem ég hef nú þegar skrifað í þessari grein. Svörin komu mér ekki á óvart.“ Svör Ásthildar Lóu hafi verið á þá leið að hún myndi hvorki eftir því að hafa sagst ekki hafa tíma fyrir málefni Suðurkjördæmis né að hafa lofað Georgi Eiði fleiri innköllunum á þing. Svo hafi hún boðið honum fjórða sætið á lista. „Ég hafnaði því strax og í raun og veru, miðað við hvernig samtalið þróaðist, þá hefði ég heldur ekki tekið 2. sætið, enda kemur ekki til greina að fara í eitthvað framboð með manneskju sem maður treystir ekki og stendur ekki við það sem hún lofar. En í dag hef ég einnig sagt mig úr flokknum.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Heimta aukafund og „myndarlega“ vaxtalækkun Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár. 28. júní 2024 10:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24
Heimta aukafund og „myndarlega“ vaxtalækkun Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár. 28. júní 2024 10:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent