Segir kennara fagna hugmyndinni Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 14:54 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. Áslaug Arna, sem er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði hugmynd sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hún meðal annars að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árangur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Ásmundur Einar og Jón ekki sáttir Þessum hugmyndum hafa þeir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri sem stefnir á Alþingi, lýst yfir megnri óánægju með. Ásmundur segir hugmyndina endurspegla gamaldags hugmyndafræði. Rannsóknir sýni að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Jón segir hugmyndir Áslaugar Örnu „sérlega skringilegar“ og arfaslæmar. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Sérhæfðari úrræði þurfi Áslaug Arna hefur svarað gagnrýninni í aðsendri grein hér á Vísi. Þar segir hún að mestan stuðning við hugmyndina hafi hún fengið frá kennurum og skólastjórnendum úr fjölda sveitarfélaga, sem hafi með mikilli útsjónarsemi og góðum vilja reynt að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og móðurmál. Þeir telji að sérhæfðari úrræði þurfi fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma þeirra í kennslustofunni fari í móttöku og stuðning við börn sem séu að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. „Gagnrýnin er stóryrt, hún snýst öðru fremur um að ég tali fyrir auknum aðskilnaði hérlendis, hugmyndirnar séu hættulegar og ýti undir ójöfnuð. Ég tel að ef rétt er haldið á spilum sé lausnin þvert á móti liður í að börn fóti sig betur betur í íslensku samfélagi og eigi möguleika á jöfnum tækifærum.“ Hafi þegar gefist gríðarlega vel Áslaug Arna segir að móttökuskólar megi ekki vera of stórir, þurfi ekki að vera sjálfstæðir heldur geti verið til hliðar við grunnskóla eins og í Reykjanesbæ. Ávallt væru nemendur tímabundið í móttökuskóla, mislengi eftir þörfum. Á landsbyggðinni séu tækifæri til að hafa móttökudeildir til undirbúnings eins og nú þegar hafi reynst vel í ýmsum skólum. Dæmi sé þegar um móttökuskóla sem hafi reynst vel. Í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ sé starfræktur móttökuskóli sem beri nafnið Friðheimar. Hann hafi verið starfandi í eitt ár og þar sé lögð áhersla á að hjálpa börnum við að fóta sig í íslensku skólakerfi þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Þar sé meðal annars lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar ásamt sundi. Foreldrar nemendanna séu aðstoðaðir við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi og menningu. Þannig að lausnin styðji um leið við foreldra þessara barna. „Þetta hefur gefist gríðarlega vel, börn og foreldrar upplifa öruggt umhverfi þar sem þeim er mætt betur á sama tíma og meiri sátt er og viðráðanlegra verður að taka vel á móti þeim þegar þau byrja í hefðbundnu skólastarfi með smá orðaforða og getu til að skilja eitthvað af því sem fram fer í skólastofunni. Það gera þau þegar þau eru komin með ákveðna færni í samráði við barnið sjálft og foreldra.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Áslaug Arna, sem er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði hugmynd sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hún meðal annars að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árangur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Ásmundur Einar og Jón ekki sáttir Þessum hugmyndum hafa þeir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri sem stefnir á Alþingi, lýst yfir megnri óánægju með. Ásmundur segir hugmyndina endurspegla gamaldags hugmyndafræði. Rannsóknir sýni að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Jón segir hugmyndir Áslaugar Örnu „sérlega skringilegar“ og arfaslæmar. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Sérhæfðari úrræði þurfi Áslaug Arna hefur svarað gagnrýninni í aðsendri grein hér á Vísi. Þar segir hún að mestan stuðning við hugmyndina hafi hún fengið frá kennurum og skólastjórnendum úr fjölda sveitarfélaga, sem hafi með mikilli útsjónarsemi og góðum vilja reynt að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og móðurmál. Þeir telji að sérhæfðari úrræði þurfi fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma þeirra í kennslustofunni fari í móttöku og stuðning við börn sem séu að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. „Gagnrýnin er stóryrt, hún snýst öðru fremur um að ég tali fyrir auknum aðskilnaði hérlendis, hugmyndirnar séu hættulegar og ýti undir ójöfnuð. Ég tel að ef rétt er haldið á spilum sé lausnin þvert á móti liður í að börn fóti sig betur betur í íslensku samfélagi og eigi möguleika á jöfnum tækifærum.“ Hafi þegar gefist gríðarlega vel Áslaug Arna segir að móttökuskólar megi ekki vera of stórir, þurfi ekki að vera sjálfstæðir heldur geti verið til hliðar við grunnskóla eins og í Reykjanesbæ. Ávallt væru nemendur tímabundið í móttökuskóla, mislengi eftir þörfum. Á landsbyggðinni séu tækifæri til að hafa móttökudeildir til undirbúnings eins og nú þegar hafi reynst vel í ýmsum skólum. Dæmi sé þegar um móttökuskóla sem hafi reynst vel. Í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ sé starfræktur móttökuskóli sem beri nafnið Friðheimar. Hann hafi verið starfandi í eitt ár og þar sé lögð áhersla á að hjálpa börnum við að fóta sig í íslensku skólakerfi þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Þar sé meðal annars lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar ásamt sundi. Foreldrar nemendanna séu aðstoðaðir við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi og menningu. Þannig að lausnin styðji um leið við foreldra þessara barna. „Þetta hefur gefist gríðarlega vel, börn og foreldrar upplifa öruggt umhverfi þar sem þeim er mætt betur á sama tíma og meiri sátt er og viðráðanlegra verður að taka vel á móti þeim þegar þau byrja í hefðbundnu skólastarfi með smá orðaforða og getu til að skilja eitthvað af því sem fram fer í skólastofunni. Það gera þau þegar þau eru komin með ákveðna færni í samráði við barnið sjálft og foreldra.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira