Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 16:38 Víkingar fara tugum milljóna ríkari og með fullt sjálfstraust í úrslitaleikinn við Blika á sunnudaginn. vísir/Anton Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira