Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 25. október 2024 10:32 Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun