Úrvalsdeildin hefst á Selfossi í kvöld: „Erum að breiða út fagnaðarerindið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 Matthías Örn Friðriksson mætir Lukasz Knapik í 1. umferð fyrsta keppniskvölds úrvalsdeildarinnar í pílukasti. íps Sextán fremstu pílukastarar landsins munu leiða saman hesta sína í úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefst í kvöld. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í ár. Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua
Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira