Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:29 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið. Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið.
Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira