Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 15:36 Loftsteinarák yfir Norður-Makedóníu. Árekstrar loftsteina voru mun tíðari og stærri þegar jörðin var enn í bernsku sinni. Þeir virðast hafa hjálpað lífi að ná fótfestu á sinn hátt. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að loftsteinaárekstur sem var margfalt stærri en sá sem grandaði risaeðlunum hafi hjálpað lífverum með því að dreifa næringarefnum um jörðina. Talið er að höfin hafi soðið og stærsta flóðbylgja sem vitað er um hafi fylgt árekstrinum. Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira