Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 22:31 Erling Haaland fagnar þessu ótrúlega marki sínu sem hann skoraði fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards ræddu eins og fleiri magnað mark Erling Braut Haaland í Meistaradeildinni í vikunni. Annað af mörkum Haaland fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag skoraði sá norski með skoti aftur fyrir bak með sannkallaðri háloftahælspyrnu. Það var margt sem þótti varla mannlegt við þetta skot Norðmannsins. Hvernig hann náði krafti í skotið og hvernig hann náði að taka hælspyrnu svo hátt uppi voru tvær af þessum spurningum sem fótboltasérfræðingarnir veltu fyrir sér. „Við verðum að byrja á því að ræða þetta mark hjá Haaland. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég meina þetta var stórbrotið,“ sagði Gary Lineker í hlaðvarpsþætti sínum, The Best is Football. Hann skoraði ófá mörkin á ferli sínum alveg eins og Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Shearer sjálfur var á því að hann hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði þarna. „Ég hefði tognað á nára, á hné eða aftan í læri. Eitthvað hefði gefið sig hefði ég reynt þetta,“ sagði Alan Shearer. „Réttara sagt ég hefði aldrei náð þessu. Þetta er svo magnað mark. Þvílíkt mark hjá honum þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Shearer. „Hann minnti mig á Ibrahimovic,“ sagði Micah Richards og líkt tilþrifum Haaland við þau hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic sem skoraði mörg mörk á ferlinum. „Ég var einmitt að hugsa það sama,“ sagði Lineker. „Það er magnað að sjá hvernig þeir gert hreyft á sér skrokkinn verandi svona stórir menn,“ sagði Richards. View this post on Instagram A post shared by The Rest Is Football (@therestisfootball) Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Annað af mörkum Haaland fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag skoraði sá norski með skoti aftur fyrir bak með sannkallaðri háloftahælspyrnu. Það var margt sem þótti varla mannlegt við þetta skot Norðmannsins. Hvernig hann náði krafti í skotið og hvernig hann náði að taka hælspyrnu svo hátt uppi voru tvær af þessum spurningum sem fótboltasérfræðingarnir veltu fyrir sér. „Við verðum að byrja á því að ræða þetta mark hjá Haaland. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég meina þetta var stórbrotið,“ sagði Gary Lineker í hlaðvarpsþætti sínum, The Best is Football. Hann skoraði ófá mörkin á ferli sínum alveg eins og Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Shearer sjálfur var á því að hann hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði þarna. „Ég hefði tognað á nára, á hné eða aftan í læri. Eitthvað hefði gefið sig hefði ég reynt þetta,“ sagði Alan Shearer. „Réttara sagt ég hefði aldrei náð þessu. Þetta er svo magnað mark. Þvílíkt mark hjá honum þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Shearer. „Hann minnti mig á Ibrahimovic,“ sagði Micah Richards og líkt tilþrifum Haaland við þau hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic sem skoraði mörg mörk á ferlinum. „Ég var einmitt að hugsa það sama,“ sagði Lineker. „Það er magnað að sjá hvernig þeir gert hreyft á sér skrokkinn verandi svona stórir menn,“ sagði Richards. View this post on Instagram A post shared by The Rest Is Football (@therestisfootball)
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira