Leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast í World Series Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 23:00 Japaninn Shohei Ohtani hefur átt ótrúlegt tímabil en hann er líka á ótrúlegum samningi. Los Angeles Dodgers getur orðið meistari í fyrsta sinn í fjögur ár. Getty/Sean M. Haffey Úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, hefst í kvöld en hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Hafnabolti Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Hafnabolti Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira