Kristianstad vann átta marka útisigur á Amo HK, 37-29, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15.
Eftir þennan sigur þá er Kristianstad í öðru sæti deildarinnar með ellefu stig úr níu leikjum, þremur stigum á eftir toppliði Ystad.
Einar Bragi fékk þó ekki að klára leikinn því hann fékk rauða spjaldið eftir að hafa fengið sína þriðju brottvísun í leiknum.
Einar Bragi skoraði úr eina skoti sínu í leiknum og átti einnig eina stoðsendingu á félaga sinn.
Axel Månsson fór á kostum hjá Kristianstad en hann nýtti öll níu skotin sín og gaf líka sjö stoðsendingar að auki.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark úr sex skotum hjá Amo, sem eru nýliðar í deildinni. Arnar átti einnig tvær stoðsendingar.