„Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2024 23:01 Benedikt Guðmundsson er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með orkustigið sem hans leikmenn komu með í leikinn gegn Grindavík í kvöld þegar Tindastóll landaði 90-93 sigri í Smáranum. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira