Kveðja frá „lata“ kennaranum sem er „alltaf í fríi“ Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 26. október 2024 07:32 Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Ég var nýbyrjuð að starfa sem framhaldsskólakennari þegar við fórum í verkfall árið 2014. Þá fór mikil orka í það að útskýra fyrir fólki að kennarar væru nú í alvöru að vinna eitthvað en ekki alltaf í fríi eða búnir klukkan tvö á daginn. Margir sem ekki hafa unnið við kennslu og hafa einungis setið hinum megin við borðið halda að stundatafla nemenda sé sú sama og stundatafla kennarans. Þannig ef barnið þitt er búið í skólanum klukkan tvö á daginn þá hlýtur kennarinn að vera búinn líka. Mín reynsla af kennarastarfinu er sú að kennslan sjálf þ.e. tíminn þar sem nemendur eru fyrir framan mig er einungis brot af starfinu sjálfu. Líkt og arkitekt sem þarf að fá tíma til að hanna bygginguna eftir fund með viðskiptavini eða lögfræðingur sem þarf að hefja gagnasöfnun og aðra rannsóknarvinnu eftir að hafa hitt skjólstæðing sinn, þurfa kennarar að undirbúa hverja kennslustund með ólíkar þarfir nemenda í huga, fara yfir verkefni, eiga samstarf við aðra kennara og foreldra og margt fleira eftir að nemendur ganga út úr skólanum. Núna erum við aftur komin á þennan stað, að reyna að sannfæra fólk um að við séum raunverulega að vinna. Borgarstjóri heldur til að mynda að við séum alltaf í fríi eða þykjast vera veik heima og nennum ekki að sinna nemendum. Þetta skrifa ég á fimmtudagskvöldi, klukkan að ganga 10 og ég er að fara yfir skýrslur nemenda minna. En nei nei kennarar eru bara aldrei að vinna! Höfundur er sálfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun