Róttækar og tafarlausar umbætur Arnar þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 27. október 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi. Samstarfið tryggi aðgang að hæfu erlendu vinnuafli, sem styrki íslenskan vinnumarkað og auki samkeppnishæfni landsins. Að auki tryggi Schengen betra samstarf í löggæslu, þar sem Ísland njóti góðs af samvinnu við aðrar þjóðir á vettvangi öryggismála. Schengen samstarfið sé því ómetanlegt fyrir framtíðarvöxt og stöðugleika íslensks atvinnulífs. Hver er staðan? Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Um 20% innflytjenda koma frá ríkjum utan EES, samkvæmt nýlegri úttekt frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Á Íslandi búa nú um 80.000 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofu Íslands og hefur fjölgað um ellefu þúsund frá árinu 2019. Samkvæmt Ferðamálastofu var heildarfjöldi erlendra farþega til Íslands um 2,2 milljónir. Þá segir að til viðbótar séu farþegar skemmtiferðaskipa sem teljist sem dagsferðamenn, en fjöldi þeirra hafi verið rúmlega 300.000 á síðasta ári. Þessi þróun hefur verið tiltölulega hröð og hefur í för með sér áskoranir sem nauðsynlegt er að ræðu um án fordóma. Hver er vandinn við frjálsa för? Guðrún horfir í framangreindri grein sinni fram hjá mikilvægum atriðum. Í fyrsta lagi er orsök þess að erlend glæpagengi, t.d. frá Svíþjóð og Albaníu, hafa getað hreiðrað um sig á Íslandi einmitt sú frjálsa för sem leiðir bæði af EES-samningnum og Schengen-samstarfinu. Hið sama má segja um hinn mikla fjölda tilhæfulausra umsókna um alþjóðlega vernd síðastliðin ár. Þær áskoranir sem hljótast af mikilli fjölgun útlendinga á skömmum tíma falla illa að fullyrðingu Guðrúnar um að Schengen-samstarfið sé veigamikill þáttur í samfélagslegu öryggi. Það er öðru nær. Hinn þögli meirihluti Íslendinga gerir sér grein fyrir þessu. Í öðru lagi má benda á að stöðugur vöxtur ferðaþjónustunnar er ekki endilega góð tegund af þenslu. Það hefur einfaldlega gleymst að reikna með því að þessi mikli viðbótarfjöldi manna hefur valdið óhóflegu álagi á íslenska innviði. Við erum fámenn þjóð og innviðir okkar og náttúra þola ekki slíkan ágang. Allt of oft verða alvarleg slys á ferðamönnum. Við blasa sligandi áhrif offerðamennsku, innflytjenda og hælisleitenda á húsnæðismarkað með tilheyrandi verðbólguáhrifum, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, refsivörslukerfið, samgöngumannvirkin og umferðarþunga. Oft virðist aðeins hugsað um viðbótarfjöldann sem „gangandi peninga“ með tilliti til skattgreiðslna og gjaldeyristekna. Ef ekki verður dregið úr fjölda ferðamanna og framleiðni á hvern starfsmann í ferðaþjónustu aukin, geta neikvæð áhrif hinnar vinnuaflsfreku ferðaþjónustu orðið varanleg og illviðráðanleg. Skynsamlegra er að fá færri ferðamenn til landsins sem skilja meira eftir sig. Það virðist einnig hafa gleymst að umræddur viðbótarfjöldi er fólk af holdi og blóði sem þarf sömu þjónustu og Íslendingar. Bent skal á að um helmingur einstaklinga á atvinnuleysisskrá er með erlent ríkisfang, eða um 3.500 manns. Samkvæmt svari við fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra á 154. löggjafarþingi (þingskjal 1887-1085. mál) var fjöldi kennitalna með örorkulífeyri, þar sem upprunaland er annað en Ísland, í janúar 2024, 3.009 manns. Fjöldi kennitalna með ellilífeyri, upprunaland annað en Ísland, í janúar 2024, var 2.355 manns. Tölulegar upplýsingar um greiðslur til erlendra ríkisborgara úr opinberum sjóðum eru þó af skornum skammti eins og bent er á í áðurnefndri skýrslu OECD. Í þriðja lagi hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd síðastliðin ár hefur fengið mikla umfjöllun og valdið gífurlegum kostnaði svo sem kunnugt er. Ótækt er að hæliskerfið sé notað sem bakdyraleið að því að fá dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Íslandi. Flestir flóttamenn í heiminum, 69% skv. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, búa í ríkjum í nágrenni við upprunaríki flóttamannanna. Margir flóttamenn eru auk þess á flótta innan heimaríkis síns. Ísland er eyja í Norður-Atlantshafi og víðsfjarri þeim svæðum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fara einkum frá. Af eðli máls leiðir því að þeir sem koma til Íslands hafa haft mörg tækifæri til þess að sækja um vernd annars staðar, því ekki er beint flug til Íslands frá hlutaðeigandi ríkjum. Því blasir við að flestar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hljóta að vera almennt tilhæfulausar. Í reynd eru umsækjendur oft búnir að fá alþjóðlega vernd annars staðar, eða falla undir Dyflinnar-reglugerðina, eða eru einfaldlega ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Vegna gríðarlegs álags á íslensk stjórnvöld undanfarin ár hafa margar umsóknir fallið á tíma og í slíkum tilvikum er lögbundið að veita dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Nefna verður sérstaklega atriði sem fáum er kunnugt um. Útlendingastofnun hefur árum saman haft þá framkvæmd að veita „sjálfkrafa“ öllum sem koma frá Afganistan, Sýrlandi, Palestínu og um tíma frá Venesúela, alþjóðlega vernd eingöngu á grundvelli ríkisfangs. Með því hefur stofnunin sett sér verklagsreglu sem afnemur hið skyldubundna mat á einstaklingsbundnum og staðbundnum aðstæðum umsækjenda sem lög um útlendinga gera ráð fyrir, sjálfsagt til að flýta fyrir sér. Þessar umsóknir eru afgreiddar með órökstuddum ákvörðunum án tillits til einstaklingsbundinna aðstæðna og möguleika á innri flótta. Slíkar ákvarðanir eru afar sjaldan kærðar til kærunefndar útlendingamála. Umsækjendum frá umræddum ríkjum er veitt viðbótarvernd skv. 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki komið auga á þetta vandamál og því síður brugðist við því eins þeir hefðu átt að gera í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna gagnvart Útlendingastofnun. Það er því holur hljómur í málflutningi Sjálfstæðismanna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, þegar brennuvargurinn þykist nú vera orðinn slökkviliðsstjóri. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda eru aðeins rándýrir plástrar á ónýtt kerfi. Hver er lausnin? Taka verður fulla stjórn á landamærum Íslands. Eins og sjá má af framangreindri umfjöllun þá hefur frjáls för sínar skuggahliðar sem dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa vanrækt að taka á og eru þar með sekir um dýrustu mistök Íslandssögunnar. Allt of fáir útlendingar sem búa á Íslandi tala íslensku. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Fyrirsjáanlegt er að þeir útlendingar sem koma frá ófrjálslyndum menningarheimum munu ekki aðlagast íslensku samfélagi vel. Um það vitna fjölmörg dæmi í Evrópu og víðar. Íslendingar hafa í 1150 ár verið ein þjóð með sameiginlega menningu og eitt tungumál. Í fyrsta lagi vill Lýðræðisflokkurinn leggja hæliskerfið niður þannig að ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Eftir því sem ríkissjóður er aflögufær verði þó tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna, eins og gert hefur verið á Íslandi áratugum saman með góðum árangri. Einnig mætti með sama fyrirvara veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli fjöldaflótta eins og í tilviki Úkraínumanna. Útlendingum sem hljóta dóma skal vísað úr landi. Ásættanleg færni í íslensku, auk þekkingar á íslenskri sögu, íslenskri menningu, vestrænum gildum og siðum, verði að meginreglu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og endurnýjun dvalarleyfa sem þegar hafa verið gefin út og dvalarleyfa sem gefin verða út eftirleiðis. Í öðru lagi vill Lýðræðisflokkurinn taka upp vegabréfsáritanir að meginreglu fyrir alla útlendinga sem koma til Íslands, ekki síst fyrir ferðamenn. Ef takast á að uppræta erlend glæpagengi á Íslandi er þetta nauðsynlegt. Við blasir að efla þurfi lögreglu og landamæraeftirlit. Að auki verði komugjöld lögð á ferðamenn sem nýtt verði eingöngu til innviðauppbyggingar og til að vernda viðkvæma staði í ríkiseigu fyrir átroðningi. Í þriðja lagi vill Lýðræðisflokkurinn að aðeins íslenskir ríkisborgarar njóti almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga og geti fengið greitt úr lífeyrissjóðum. Ísland getur ekki verið félagsmálastofnun fyrir allan heiminn. Þetta þýðir að útlendingar sem búa á Íslandi þurfi framvegis að kaupa sér slíkar tryggingar sjálfir. Þetta mun beina þeim útlendingum sem hér hafa sest að í þann farveg að gerast íslenskir ríkisborgarar, sem tala íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. Íslendingar hafa ekki lengur efni á því að taka á móti útlendingum sem ekki vilja eða geta séð um sig sjálfir. Ferðaþjónustan ræður því ekki hverjir koma til Íslands og setjast hér að. Um er að ræða eitt af kjarnahlutverkum ríkisins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur vanrækt alvarlega undanfarin ár. Hér er ekki verið að leggja til að Ísland segi upp EES-samningnum eða hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu eða við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Vinaþjóðir okkar munu væntanlega sýna því fullan skilning að framangreindar aðgerðir sem Lýðræðisflokkurinn leggur til eru nauðsynlegar í þágu almannaöryggis og allsherjarreglu. Íslendingar, sem fullvalda þjóð í fullvalda ríki, eiga að ráða sínum málum sjálfir! Höfundar eru í fyrstu sætum framboðslista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi. Samstarfið tryggi aðgang að hæfu erlendu vinnuafli, sem styrki íslenskan vinnumarkað og auki samkeppnishæfni landsins. Að auki tryggi Schengen betra samstarf í löggæslu, þar sem Ísland njóti góðs af samvinnu við aðrar þjóðir á vettvangi öryggismála. Schengen samstarfið sé því ómetanlegt fyrir framtíðarvöxt og stöðugleika íslensks atvinnulífs. Hver er staðan? Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Um 20% innflytjenda koma frá ríkjum utan EES, samkvæmt nýlegri úttekt frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Á Íslandi búa nú um 80.000 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofu Íslands og hefur fjölgað um ellefu þúsund frá árinu 2019. Samkvæmt Ferðamálastofu var heildarfjöldi erlendra farþega til Íslands um 2,2 milljónir. Þá segir að til viðbótar séu farþegar skemmtiferðaskipa sem teljist sem dagsferðamenn, en fjöldi þeirra hafi verið rúmlega 300.000 á síðasta ári. Þessi þróun hefur verið tiltölulega hröð og hefur í för með sér áskoranir sem nauðsynlegt er að ræðu um án fordóma. Hver er vandinn við frjálsa för? Guðrún horfir í framangreindri grein sinni fram hjá mikilvægum atriðum. Í fyrsta lagi er orsök þess að erlend glæpagengi, t.d. frá Svíþjóð og Albaníu, hafa getað hreiðrað um sig á Íslandi einmitt sú frjálsa för sem leiðir bæði af EES-samningnum og Schengen-samstarfinu. Hið sama má segja um hinn mikla fjölda tilhæfulausra umsókna um alþjóðlega vernd síðastliðin ár. Þær áskoranir sem hljótast af mikilli fjölgun útlendinga á skömmum tíma falla illa að fullyrðingu Guðrúnar um að Schengen-samstarfið sé veigamikill þáttur í samfélagslegu öryggi. Það er öðru nær. Hinn þögli meirihluti Íslendinga gerir sér grein fyrir þessu. Í öðru lagi má benda á að stöðugur vöxtur ferðaþjónustunnar er ekki endilega góð tegund af þenslu. Það hefur einfaldlega gleymst að reikna með því að þessi mikli viðbótarfjöldi manna hefur valdið óhóflegu álagi á íslenska innviði. Við erum fámenn þjóð og innviðir okkar og náttúra þola ekki slíkan ágang. Allt of oft verða alvarleg slys á ferðamönnum. Við blasa sligandi áhrif offerðamennsku, innflytjenda og hælisleitenda á húsnæðismarkað með tilheyrandi verðbólguáhrifum, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, refsivörslukerfið, samgöngumannvirkin og umferðarþunga. Oft virðist aðeins hugsað um viðbótarfjöldann sem „gangandi peninga“ með tilliti til skattgreiðslna og gjaldeyristekna. Ef ekki verður dregið úr fjölda ferðamanna og framleiðni á hvern starfsmann í ferðaþjónustu aukin, geta neikvæð áhrif hinnar vinnuaflsfreku ferðaþjónustu orðið varanleg og illviðráðanleg. Skynsamlegra er að fá færri ferðamenn til landsins sem skilja meira eftir sig. Það virðist einnig hafa gleymst að umræddur viðbótarfjöldi er fólk af holdi og blóði sem þarf sömu þjónustu og Íslendingar. Bent skal á að um helmingur einstaklinga á atvinnuleysisskrá er með erlent ríkisfang, eða um 3.500 manns. Samkvæmt svari við fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra á 154. löggjafarþingi (þingskjal 1887-1085. mál) var fjöldi kennitalna með örorkulífeyri, þar sem upprunaland er annað en Ísland, í janúar 2024, 3.009 manns. Fjöldi kennitalna með ellilífeyri, upprunaland annað en Ísland, í janúar 2024, var 2.355 manns. Tölulegar upplýsingar um greiðslur til erlendra ríkisborgara úr opinberum sjóðum eru þó af skornum skammti eins og bent er á í áðurnefndri skýrslu OECD. Í þriðja lagi hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd síðastliðin ár hefur fengið mikla umfjöllun og valdið gífurlegum kostnaði svo sem kunnugt er. Ótækt er að hæliskerfið sé notað sem bakdyraleið að því að fá dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Íslandi. Flestir flóttamenn í heiminum, 69% skv. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, búa í ríkjum í nágrenni við upprunaríki flóttamannanna. Margir flóttamenn eru auk þess á flótta innan heimaríkis síns. Ísland er eyja í Norður-Atlantshafi og víðsfjarri þeim svæðum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fara einkum frá. Af eðli máls leiðir því að þeir sem koma til Íslands hafa haft mörg tækifæri til þess að sækja um vernd annars staðar, því ekki er beint flug til Íslands frá hlutaðeigandi ríkjum. Því blasir við að flestar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hljóta að vera almennt tilhæfulausar. Í reynd eru umsækjendur oft búnir að fá alþjóðlega vernd annars staðar, eða falla undir Dyflinnar-reglugerðina, eða eru einfaldlega ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Vegna gríðarlegs álags á íslensk stjórnvöld undanfarin ár hafa margar umsóknir fallið á tíma og í slíkum tilvikum er lögbundið að veita dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Nefna verður sérstaklega atriði sem fáum er kunnugt um. Útlendingastofnun hefur árum saman haft þá framkvæmd að veita „sjálfkrafa“ öllum sem koma frá Afganistan, Sýrlandi, Palestínu og um tíma frá Venesúela, alþjóðlega vernd eingöngu á grundvelli ríkisfangs. Með því hefur stofnunin sett sér verklagsreglu sem afnemur hið skyldubundna mat á einstaklingsbundnum og staðbundnum aðstæðum umsækjenda sem lög um útlendinga gera ráð fyrir, sjálfsagt til að flýta fyrir sér. Þessar umsóknir eru afgreiddar með órökstuddum ákvörðunum án tillits til einstaklingsbundinna aðstæðna og möguleika á innri flótta. Slíkar ákvarðanir eru afar sjaldan kærðar til kærunefndar útlendingamála. Umsækjendum frá umræddum ríkjum er veitt viðbótarvernd skv. 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki komið auga á þetta vandamál og því síður brugðist við því eins þeir hefðu átt að gera í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna gagnvart Útlendingastofnun. Það er því holur hljómur í málflutningi Sjálfstæðismanna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, þegar brennuvargurinn þykist nú vera orðinn slökkviliðsstjóri. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda eru aðeins rándýrir plástrar á ónýtt kerfi. Hver er lausnin? Taka verður fulla stjórn á landamærum Íslands. Eins og sjá má af framangreindri umfjöllun þá hefur frjáls för sínar skuggahliðar sem dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa vanrækt að taka á og eru þar með sekir um dýrustu mistök Íslandssögunnar. Allt of fáir útlendingar sem búa á Íslandi tala íslensku. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Fyrirsjáanlegt er að þeir útlendingar sem koma frá ófrjálslyndum menningarheimum munu ekki aðlagast íslensku samfélagi vel. Um það vitna fjölmörg dæmi í Evrópu og víðar. Íslendingar hafa í 1150 ár verið ein þjóð með sameiginlega menningu og eitt tungumál. Í fyrsta lagi vill Lýðræðisflokkurinn leggja hæliskerfið niður þannig að ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Eftir því sem ríkissjóður er aflögufær verði þó tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna, eins og gert hefur verið á Íslandi áratugum saman með góðum árangri. Einnig mætti með sama fyrirvara veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli fjöldaflótta eins og í tilviki Úkraínumanna. Útlendingum sem hljóta dóma skal vísað úr landi. Ásættanleg færni í íslensku, auk þekkingar á íslenskri sögu, íslenskri menningu, vestrænum gildum og siðum, verði að meginreglu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og endurnýjun dvalarleyfa sem þegar hafa verið gefin út og dvalarleyfa sem gefin verða út eftirleiðis. Í öðru lagi vill Lýðræðisflokkurinn taka upp vegabréfsáritanir að meginreglu fyrir alla útlendinga sem koma til Íslands, ekki síst fyrir ferðamenn. Ef takast á að uppræta erlend glæpagengi á Íslandi er þetta nauðsynlegt. Við blasir að efla þurfi lögreglu og landamæraeftirlit. Að auki verði komugjöld lögð á ferðamenn sem nýtt verði eingöngu til innviðauppbyggingar og til að vernda viðkvæma staði í ríkiseigu fyrir átroðningi. Í þriðja lagi vill Lýðræðisflokkurinn að aðeins íslenskir ríkisborgarar njóti almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga og geti fengið greitt úr lífeyrissjóðum. Ísland getur ekki verið félagsmálastofnun fyrir allan heiminn. Þetta þýðir að útlendingar sem búa á Íslandi þurfi framvegis að kaupa sér slíkar tryggingar sjálfir. Þetta mun beina þeim útlendingum sem hér hafa sest að í þann farveg að gerast íslenskir ríkisborgarar, sem tala íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. Íslendingar hafa ekki lengur efni á því að taka á móti útlendingum sem ekki vilja eða geta séð um sig sjálfir. Ferðaþjónustan ræður því ekki hverjir koma til Íslands og setjast hér að. Um er að ræða eitt af kjarnahlutverkum ríkisins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur vanrækt alvarlega undanfarin ár. Hér er ekki verið að leggja til að Ísland segi upp EES-samningnum eða hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu eða við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Vinaþjóðir okkar munu væntanlega sýna því fullan skilning að framangreindar aðgerðir sem Lýðræðisflokkurinn leggur til eru nauðsynlegar í þágu almannaöryggis og allsherjarreglu. Íslendingar, sem fullvalda þjóð í fullvalda ríki, eiga að ráða sínum málum sjálfir! Höfundar eru í fyrstu sætum framboðslista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun