Er ekki einokun Háskóla Íslands óviðunandi? Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 27. október 2024 14:00 Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun