„Langbesta liðið í þessari deild“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2024 20:55 Halldór Árnason var kampakátur í leikslok og raunar löngu áður en leiknum lauk. vísir / anton „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira