Þrjár tilkynningar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um grunsamlegar mannaferðir; í hverfum 108, 200 og 203. Ekkert var að sjá þegar lögreglu bar að.
Þá var tilkynnt um eld í ruslatunnu í miðborginni en búið að slökkva þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Einnig var tilkynnt um rúðubrot í grunnskóla í Vesturbænum.
Nokkrir bifreiðaeigendur eiga von á sektum vegna illa lagðra ökutækja á eða við gangbrautir í 210.