Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Það er ekki hægt að segja annað en að mætingin hafi verið góð enda flestir helstu stuðningsmenn Trump meðal ræðumanna kvöldsins. AP/Yuki Iwamura Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira