Rodri var mikilvægur hlekkur í liði Manchester City sem varð Englandsmeistari fjórða árið í röð síðasta vor. Hann gat ekki fagnað lengi þar sem miðjumaðurinn öflugi, sem nú er frá vegna meiðsla, var einnig í stóru hlutverki þegar Spánn varð Evrópumeistari í sumar.
RODRI IS THE 2024 MEN'S BALLON D'OR! #ballondor @ManCity @ChampionsLeague pic.twitter.com/heWvSQsOxn
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Fyrir daginn í dag var talið að brasilíski framherjinn Vinícius Júnior myndi fara heim með Gullboltann en í dag var því lekið að Rodri mynda vinna. Í kjölfarið hættu allir leikmenn Real Madríd, sem og þjálfari liðsins Carlo Ancelotti, við að mæta á athöfnina.
Vini Jr. var í 2. sæti en hann stóð uppi sem Spánar- og Evrópumeistari með Real Madríd síðasta vor. Liðsfélagi hans Jude Bellingham var svo í 3. sæti eftir frábært fyrsta tímabil hjá Real.
HERE IS THE 2024 BALLON D'OR RANKING! #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/3aPyAe5yAr
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024