„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2024 13:58 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í Smiðju í dag. Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18