Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar 29. október 2024 11:32 Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Fíkn Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun