„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 13:32 Vinstri græn og Píratar gætu þurrkast út af Alþingi verði niðurstaða nýrrar könnunar að veruleika. Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir mikilvægt að hugfallast ekki. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir oddviti Pírata í Kraganum segist taka niðurstöðuna alvarlega. Vísir Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna. Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi kynnt framboðslista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er það ekki að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem var birt í gær. Þar mælist fylgið 3,8 prósent á landsvísu og dalar milli kannanna. Erindið er algjörlega skýrt Svandís Svavarsdóttir hvetur félaga sína í Vinstri grænum. „Ég held að skipti máli á þessum tímapunkti að láta ekki hugfallast. Við erum í raun að sjá alla listanna raðast upp og ekki allir flokkar búnir að birta alla lista. Við erum að sjá kosningaáherslur verða til. Við sjáum að myndin er ekki alveg skýr af hinu pólitíska landslagi. Við í VG erum mjög ánægð með okkar lista. Þeir eru blanda af reynslu og nýju fólki. Erindið er algjörlega skýrt, við höfum ákveðna sérstöðu í íslenskri pólitík sem við teljum mikilvægt að tala fyrir,“ segir Svandís. Sérstaðan VG sé áhersla á kvenfrelsi, náttúruvernd, mikilvægi þess að almannaþjónusta sé á forsendum almennings, verðbólga og vextir. Aðspurð hvort Græningjar, takist þeim að bjóða fram, muni hafa áhrif á fylgi VG í komandi alþingiskosningum svarar Svandís: „Ég tel að við í Vinstri grænum séum afar vel mönnuð í grænu pólitíkinni og hvernig við tvinnum hana saman við félagslegt réttlæti og jöfnuð.“ Svandís ekki á þingi samkvæmt könnun Maskínu Svandís er oddviti VG í Reykjavík Suður og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður í öðru sæti en þar mælist fylgi flokksins einungis 3,5 prósent samkvæmt könnun Maskínu og fengi engan mann á þing. Svandís segir of snemmt að draga ályktanir af stöðu einstakra kjördæma í könnuninni. „Það eru lágar tölur bak við þetta og ég held að við eigum ekki að draga of miklar ályktanir þegar könnunin er skipti upp í kjördæmi. Okkur er hins vegar alveg ljóst að vera okkar í ríkisstjórn hefur auðvitað haft mikil áhrif á fylgi okkar og þann trúverðugleika sem við byggjum á. Þetta er viðfangsefnið fram undan,“ segir hún. Píratar taki niðurstöðuna alvarlega Verði niðurstaða síðustu könnunar Maskínu að veruleika eru Píratar líka að mestu að detta út af þingi en þeir mælast með 4,5 prósent á landsvísu en voru með 6,8 prósent í síðustu könnun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti Pírata í Kraganum. „Við tökum þessa niðurstöðu mjög alvarlega og stefnum miklu hærra. Við erum með úrvalslið frambjóðenda sem verða kynntir í dag og á morgun. Mikilvæg stefnumál sem eiga fullt erindi við kjósendur og verða kynnt síðar í vikunni. Kosningabaráttan er rétt að byrja þannig að við horfum bjartsýnum augum til kosninga,“ segir Þórhildur Sunna. Eigum áfram erindi Hún telur að Píratar hafi verið einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu ár og eigi mikið inni. „Píratar hafa tekið hlutverki sínu í stjórnarandstöðunni mjög alvarlega. Við höfum veitt ríkisstjórninni virkt aðhald alla okkar tíð á þingi. Á síðasta kjörtímabili höfum við bent á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza, algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ásamt því að taka baráttu fyrir mannréttindum sem aðrir flokkar virðast hættir afskiptum af. Þá höfum við kafað ofan í hvert spillingarmáli ríkisstjórnarinnar á fætur öðru. Við birtum Lindarhvolsskýrsluna og krufðum Íslandsbankasöluna og sendiherraskipan Bjarna Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki alltaf vinsælt en við gerum það vegna þess að við stöndum með hagsmunum almennings og tökum hlutverk okkar alvarlega. Við eigum svo sannarlega erindi áfram á þingi,“ segir Þórhildur Sunna.
Vinstri græn Píratar Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira