Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2024 15:24 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún hefur áhyggjur af því að rithöfundar muni ekki fá jafn mikla umfjöllun í ár vegna tímasetningu alþingiskosninganna. Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“ Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Það er hefð og árviss viðburður að landsmenn kynna sér á haustmánuðum nýútkomnar bækur sem gjarnan rata síðan í jólapakkann til vina og vandamanna. Það er ekki að ástæðulausu sem orðið jólabókaflóð er notað. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segir að mun minna hafi farið fyrir umfjöllun um bækur frá því kosningaumfjöllunin tók yfir. „Ég held það sé öllum ljóst sem hafa einhverja þekkingu á þessu og hafa fylgst með jólabókaflóðinu og stemningunni og stuðinu að það er svolítið verið að stela okkar tíma, finnst okkur, það er ekki það að við séum á móti lýðræðislegum kosningum. Það var smá skellur að fá niðurskurð í bókasafnssjóð í fjárlagafrumvarpinu og svo kosningar ofan í okkar besta tíma og þann tíma sem skiptir langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.“ Margrét segir að fjárhagsáhyggjur og afkomuótti sé fyrir viðvarandi hjá rithöfundum og að nú sé helsti sölutíminn kominn í uppnám - umfjöllun fjölmiðla hafi líka þýðingu fyrir framgang rithöfundaferils fólks. „Við höfum sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli, við höfum náttúrulega prufað ýmislegt, jarðhræringar og eldgos, heimsfaraldur og allt mögulegt síðustu árin en þetta er alveg sérstakt og það sem er sérstaklega vont fyrir okkur núna er þessi rosalega athygli í fjölmiðlum sem fylgir.“ Hún skilji vel að það sé mikil umfjöllum um kosningar, enda mikið í húfi á þeim vettvangi líka en hún biðlar til fólks að gleyma ekki bókmenntunum. „Tungumálið okkar er í stórri hættu og við verðum að eiga sterka stétt höfunda og styðja hana með öllum ráðum þannig að ég bara biðla til fólks að vinda sér út í bókabúð og skoða úrvalið og jafnvel velja sér eitthvað gott og hvíla hugann frá pólitíkinni, í og með.“
Alþingiskosningar 2024 Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira