„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:00 Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Vísir/Anton Brink Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. „Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
„Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02