„Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:28 Ísak Gústafsson sækir á vörn MT Melsungen. Elvar Örn Jónsson reynir að stöðva hann. Vísir/Anton Brink Ísak Gústafsson átti góðan leik fyrir Val er liðið tók á móti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, MT Melsungen, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn