Mourinho var bara að segja brandara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:01 Jose Mourinho er ekki bara að hrauna yfir mann og annan í viðtölum eftir súr úrslit. Hann segir stundum líka brandara. Getty/Ali Atmaca/ Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United. Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunum. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunum. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira