Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Shawn Mendes ræddi af mikilli einlægni við aðdáendur sína á tónleikum á dögunum. Wagner Meier/Getty Images Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes: Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes:
Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“