UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 17:16 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru í hópi atvinnumanna í fótbolta kvenna í Evrópu - hópi sem á að telja að lágmarki 5.000 manns árið 2030. vísir/Anton UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, kynnti í dag áætlanir sínar um að efla enn frekar knattspyrnu kvenna í álfunni á næstu sex árum. UEFA ætlar að verja einum milljarði evra í verkefnið, eða sem samsvarar tæplega 150 milljörðum króna, fram til ársins 2030. Peningarnir eiga bæði að renna í grasrótarstarf hjá aðildarsamböndum á borð við KSÍ en einnig í að efla og bæta mót og keppnir UEFA. UEFA segir markmiðið skýrt um að fótbolti verði vinsælasta liðsíþróttin hjá konum og stelpum í öllum löndum Evrópu, og að til verði enn fleiri atvinnumenn og atvinnumannadeildir fyrir konur. Women's football is 𝑼𝙣𝒔𝙩𝒐𝙥𝒑𝙖𝒃𝙡𝒆!🆙 Unprecedented growth🪜 Increased Investment💪 More opportunities for players👀 More eyes on the game👑 Major international tournamentsDiscover our new strategy for 2030: ⤵️— UEFA (@UEFA) October 30, 2024 Á næstu sex árum ætlar UEFA því að stuðla að fjölgun kvenna á öllum stigum fótboltans, bæði leikmönnum, þjálfurum og dómurum, og sjá til þess að í álfunni verði að minnsta kosti sex kvennadeildir algjörlega skipaðar atvinnumönnum. Þá er ætlunin að hið minnsta 5.000 fótboltakonur verði atvinnumenn í Evrópu árið 2030. Næsta Evrópumót kvenna er í Sviss næsta sumar, þar sem Ísland verður meðal þátttakenda. Meistaradeild Evrópu verður svo með nýju sniði frá og með næstu leiktíð, í anda nýju Meistaradeildarinnar hjá körlunum, og önnur Evrópukeppni fyrir kvennaliðin hefst einnig á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
UEFA ætlar að verja einum milljarði evra í verkefnið, eða sem samsvarar tæplega 150 milljörðum króna, fram til ársins 2030. Peningarnir eiga bæði að renna í grasrótarstarf hjá aðildarsamböndum á borð við KSÍ en einnig í að efla og bæta mót og keppnir UEFA. UEFA segir markmiðið skýrt um að fótbolti verði vinsælasta liðsíþróttin hjá konum og stelpum í öllum löndum Evrópu, og að til verði enn fleiri atvinnumenn og atvinnumannadeildir fyrir konur. Women's football is 𝑼𝙣𝒔𝙩𝒐𝙥𝒑𝙖𝒃𝙡𝒆!🆙 Unprecedented growth🪜 Increased Investment💪 More opportunities for players👀 More eyes on the game👑 Major international tournamentsDiscover our new strategy for 2030: ⤵️— UEFA (@UEFA) October 30, 2024 Á næstu sex árum ætlar UEFA því að stuðla að fjölgun kvenna á öllum stigum fótboltans, bæði leikmönnum, þjálfurum og dómurum, og sjá til þess að í álfunni verði að minnsta kosti sex kvennadeildir algjörlega skipaðar atvinnumönnum. Þá er ætlunin að hið minnsta 5.000 fótboltakonur verði atvinnumenn í Evrópu árið 2030. Næsta Evrópumót kvenna er í Sviss næsta sumar, þar sem Ísland verður meðal þátttakenda. Meistaradeild Evrópu verður svo með nýju sniði frá og með næstu leiktíð, í anda nýju Meistaradeildarinnar hjá körlunum, og önnur Evrópukeppni fyrir kvennaliðin hefst einnig á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira