Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Sigrún Perla segir loftslagvænasta matinn þann sem átti að fara í ruslið. Aðsend Ungir umhverfissinnar bjóða á laugardaginn í matarveislu úr rusli og hrekkjavökuhátíð lífvera. Náttúruverndarfulltrúi hjá Ungum umhverfissinnum segir að samtökin vilji gera loftslagsmál heit aftur og draga úr efasemdum. Ungir umhverfissinnar halda á laugardaginn COP Reykjavík hátíð í Iðnó ásamt fleiri umhverfisverndarsamtökum. Í tilkynningu kemur fram að hátíðinni sé ætlað að sameina málefni COP16 um líffræðilegan fjölbreytileika, sem nú stendur yfir í Kólumbíu, dagana 21. október til 1. nóvember annars vegar, og COP29 um loftslagsmál sem haldin verður í Azerbaijan 11. til 22. nóvember hins vegar. Ungir umhverfissinnar eiga frumkvæðið að viðburðinum en fengu til liðs við sig systurfélögin Landvernd, Aldin fyrir loftslagsvá, BIODICE, NASF og VÁ! Félag um vernd fjarðar. Verkefnið er eitt fjölda verkefna sem hlaut styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík. Úthlutun úr Loftlagssjóði unga fólksins í Höfða. Hópmynd af öllum styrkþegum fyrir utan Höfða.Aðsend „Hugmyndin að þessum viðburði kom út frá til dæmis umfjöllun um Running Tide og skógræktarmálið á Húsavík. Þetta eru mál sem fóru fyrir brjóstið á fólki og gerir það skeptískt á loftslagsaðgerðir. Við sem að lifum og hrærumst í þessu vitum að loftslagsaðgerðir og náttúruvernd geta farið saman. Það er hægt að fara í loftslagsaðgerðir án þess að rústa náttúrunni og við verðum að gera það, því við þurfum bæði,“ segir Sigrún Perla Birgisdóttir náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. „Loftslags-COP og líffræðilegs fjölbreytileika COP eru sitthvor viðburðurinn hjá Sameinuðu þjóðunum en tilgangurinn með okkar viðburði er að undirstrika að þetta getur, og verður, að fara hönd í hönd,“ segir Sigrún Perla. Mikilvægar en gagnrýnisverðar ráðstefnur Perla hefur farið á báðar COP ráðstefnur og segir sinn helsta lærdóm hafa verið hversu mikilvægar þær eru. Þær séu á sama tíma gagnrýnisverðar og væri sem dæmi gott ef þær væru ein. Hún segir COP Reykjavík algjörlega sjálfstæða hátíð. Ungir umhverfissinnar sendi alltaf út fulltrúa á COP og hafi haldið viðburð til að taka saman það sem kemur þar fram en vilja með þessum viðburði nýta bilið á milli viðburða til að halda einn sameiginlegan viðburð. Sigrún Perla á COP15 í Montreal árið 2022.Aðsend Hátíðin hefst klukkan 14 á örerindum frá ungum umhverfissinnum á mannamáli. Eftir það taka við pallborðsumræður um lausnir fyrir bæði loftslagsaðgerðir og náttúruvernd og eftir það koma fulltrúar stjórnmálaflokka til að ræða sína stefnu og lausnir. Að því loknu verður svo loftslagsvænn kvöldverður þar sem allur maturinn er vegan og eitthvað sem átti að henda. Að loknum kvöldverði er svo haldið Hrekkjavökuball lífveranna þar sem fólk er hvatt til þess að klæða sig upp sem uppáhalds lífveran sín. Sjálf ætlar Perla að vera beltisþari. Vilja gera loftslagsmálin heit á ný „Hugmyndin er líka að halda skemmtilegan viðburð. Því loftslagsmál eru ekki heit akkúrat núna og það þarf enginn enn eitt leiðinlega málþingið í viðbót. Ungir umhverfissinnar eru ekki pólitíkusar eða prófessorar. Við viljum hafa áhrif en líka hafa gaman og fá þannig fólk með okkur í lið við að vekja athygli á málstaðnum.“ Hún segir sérfræðinga síðustu misseri hafa verið að hrópa út í tómið. „Það er auðvitað ekkert gaman að heyra að við séum í rugli og allt að fara til fjandans. Það finnst engum gaman að heyra það og það er alveg skiljanlegt að fólk velji að horfa annað,“ segir hún og að viðburðurinn sé tilraun til að fá fólk til að horfa aftur í átt að vandanum og mögulegum lausnum. Beltisþari og krossfiskur.Aðsend Hún segir að enn sé tími til að bregðast við og því vilji Ungir umhverfissinnar leggja áherslu á lausnir. Loftslagsaðgerðir og náttúruvernd verði að vinna saman. Sigrún Perla segist ekki hafa áhyggjur af því að pallborðsumræður stjórnmálamannanna muni draga stemninguna niður. „Við erum reyndar ekki búin að segja þeim það en þau eiga helst að mæta í búningum og þá verður það strax aðeins skemmtilegra. Það er ungt fólk að stýra með fólki frá Aldin, sem er hreyfing eldra fólks gegn loftslagsvánni. Það verður þannig einn ungur og einn gamall að spyrja og svo verður Níels Thibaud kynnir og hann verður á vaktinni til að sjá til þess að þetta verði ekki leiðinlegt. Ef einhver byrjar að rausa eitthvað leiðinlegt stekkur hann inn í.“ Kvöldverður og ball Eftir umræðurnar verður kvöldverður og ball sem stendur öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Kvöldverðurinn er á efri hæðinni og hefst klukkan 18. Ballið er í hátíðarsal og hefst klukkan 20. „Loftslagsvænasti maturinn er sá sem átti að fara í ruslið. Það er hópur frá okkur að kafa í gáma en við erum einnig búin að heyra í fyrirtækjum um mat sem þau ætla að henda. Það er verið að henda alveg heillum helling. Við gerum ráð fyrir að elda fyrir allaveganna 50 til 100 manns. Það verður örugglega graskerssúpa því það eru svo margir að henda graskerjum núna.“ Allan daginn verða auk þess listaverk til sýnis í þema dagsins auk þess sem ÝRÚRARÍ verður með vinnustofu þar sem gestir geta hannað sína eigin líffræðilegu flík. Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Hrekkjavaka Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Ungir umhverfissinnar halda á laugardaginn COP Reykjavík hátíð í Iðnó ásamt fleiri umhverfisverndarsamtökum. Í tilkynningu kemur fram að hátíðinni sé ætlað að sameina málefni COP16 um líffræðilegan fjölbreytileika, sem nú stendur yfir í Kólumbíu, dagana 21. október til 1. nóvember annars vegar, og COP29 um loftslagsmál sem haldin verður í Azerbaijan 11. til 22. nóvember hins vegar. Ungir umhverfissinnar eiga frumkvæðið að viðburðinum en fengu til liðs við sig systurfélögin Landvernd, Aldin fyrir loftslagsvá, BIODICE, NASF og VÁ! Félag um vernd fjarðar. Verkefnið er eitt fjölda verkefna sem hlaut styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík. Úthlutun úr Loftlagssjóði unga fólksins í Höfða. Hópmynd af öllum styrkþegum fyrir utan Höfða.Aðsend „Hugmyndin að þessum viðburði kom út frá til dæmis umfjöllun um Running Tide og skógræktarmálið á Húsavík. Þetta eru mál sem fóru fyrir brjóstið á fólki og gerir það skeptískt á loftslagsaðgerðir. Við sem að lifum og hrærumst í þessu vitum að loftslagsaðgerðir og náttúruvernd geta farið saman. Það er hægt að fara í loftslagsaðgerðir án þess að rústa náttúrunni og við verðum að gera það, því við þurfum bæði,“ segir Sigrún Perla Birgisdóttir náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. „Loftslags-COP og líffræðilegs fjölbreytileika COP eru sitthvor viðburðurinn hjá Sameinuðu þjóðunum en tilgangurinn með okkar viðburði er að undirstrika að þetta getur, og verður, að fara hönd í hönd,“ segir Sigrún Perla. Mikilvægar en gagnrýnisverðar ráðstefnur Perla hefur farið á báðar COP ráðstefnur og segir sinn helsta lærdóm hafa verið hversu mikilvægar þær eru. Þær séu á sama tíma gagnrýnisverðar og væri sem dæmi gott ef þær væru ein. Hún segir COP Reykjavík algjörlega sjálfstæða hátíð. Ungir umhverfissinnar sendi alltaf út fulltrúa á COP og hafi haldið viðburð til að taka saman það sem kemur þar fram en vilja með þessum viðburði nýta bilið á milli viðburða til að halda einn sameiginlegan viðburð. Sigrún Perla á COP15 í Montreal árið 2022.Aðsend Hátíðin hefst klukkan 14 á örerindum frá ungum umhverfissinnum á mannamáli. Eftir það taka við pallborðsumræður um lausnir fyrir bæði loftslagsaðgerðir og náttúruvernd og eftir það koma fulltrúar stjórnmálaflokka til að ræða sína stefnu og lausnir. Að því loknu verður svo loftslagsvænn kvöldverður þar sem allur maturinn er vegan og eitthvað sem átti að henda. Að loknum kvöldverði er svo haldið Hrekkjavökuball lífveranna þar sem fólk er hvatt til þess að klæða sig upp sem uppáhalds lífveran sín. Sjálf ætlar Perla að vera beltisþari. Vilja gera loftslagsmálin heit á ný „Hugmyndin er líka að halda skemmtilegan viðburð. Því loftslagsmál eru ekki heit akkúrat núna og það þarf enginn enn eitt leiðinlega málþingið í viðbót. Ungir umhverfissinnar eru ekki pólitíkusar eða prófessorar. Við viljum hafa áhrif en líka hafa gaman og fá þannig fólk með okkur í lið við að vekja athygli á málstaðnum.“ Hún segir sérfræðinga síðustu misseri hafa verið að hrópa út í tómið. „Það er auðvitað ekkert gaman að heyra að við séum í rugli og allt að fara til fjandans. Það finnst engum gaman að heyra það og það er alveg skiljanlegt að fólk velji að horfa annað,“ segir hún og að viðburðurinn sé tilraun til að fá fólk til að horfa aftur í átt að vandanum og mögulegum lausnum. Beltisþari og krossfiskur.Aðsend Hún segir að enn sé tími til að bregðast við og því vilji Ungir umhverfissinnar leggja áherslu á lausnir. Loftslagsaðgerðir og náttúruvernd verði að vinna saman. Sigrún Perla segist ekki hafa áhyggjur af því að pallborðsumræður stjórnmálamannanna muni draga stemninguna niður. „Við erum reyndar ekki búin að segja þeim það en þau eiga helst að mæta í búningum og þá verður það strax aðeins skemmtilegra. Það er ungt fólk að stýra með fólki frá Aldin, sem er hreyfing eldra fólks gegn loftslagsvánni. Það verður þannig einn ungur og einn gamall að spyrja og svo verður Níels Thibaud kynnir og hann verður á vaktinni til að sjá til þess að þetta verði ekki leiðinlegt. Ef einhver byrjar að rausa eitthvað leiðinlegt stekkur hann inn í.“ Kvöldverður og ball Eftir umræðurnar verður kvöldverður og ball sem stendur öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Kvöldverðurinn er á efri hæðinni og hefst klukkan 18. Ballið er í hátíðarsal og hefst klukkan 20. „Loftslagsvænasti maturinn er sá sem átti að fara í ruslið. Það er hópur frá okkur að kafa í gáma en við erum einnig búin að heyra í fyrirtækjum um mat sem þau ætla að henda. Það er verið að henda alveg heillum helling. Við gerum ráð fyrir að elda fyrir allaveganna 50 til 100 manns. Það verður örugglega graskerssúpa því það eru svo margir að henda graskerjum núna.“ Allan daginn verða auk þess listaverk til sýnis í þema dagsins auk þess sem ÝRÚRARÍ verður með vinnustofu þar sem gestir geta hannað sína eigin líffræðilegu flík.
Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Hrekkjavaka Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira