Kolstad frá Noregi vann Álaborg frá Danmörku í æsispennandi leik, lokatölur 25-24. Sigvaldi Björn Guðjónsson, fyrirliði Kolstad, átti virkilega góðan leik. Hornamaðurinn skoraði fimm mörk og gaf eina stoðsendingu.
Pick Szeged og Kielce mættust í sannkölluðum Íslendingaslag þar sem heimaliðið hafði betur með minnsta mun, lokatölur 28-27. Janus Daði Smárason var magnaður í sigurliðinu, hann skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓
— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2024
What an important win for OTP Bank - Pick Szeged, who hold on to a narrow 28:27 lead over Industria Kielce in the closing seconds for a dranatic win — their fourth — in round 7 of the Machineseeker #ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/hMVbuBfKIH
Þá vann Magdeburg öruggan sigur á RK Zagreb, lokatölur 36-24. Íslendingarnir í Magdeburg spiluðu ekki mikið en komust þó á blað, Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Þá skoraði Gísli Þorgeir Kristjánsson einnig eitt mark.
Öll liðin leika í B-riðli og þurftu svo sannarlega á sigrunum að halda. Pick Szeged er í 3. sæti með 8 stig, Kolstad í 6. sæti með 6 stig og Magdeburg sæti neðar með 5 stig.